sudurnes.net
Kinga Korpak að gera góða hluti í golfi - Local Sudurnes
Samkvæmt síðunni European Golf Rankings er Kinga Korpak í fjórða sæti yfir bestu kylfinga í flokki stúlkna 12 ára og yngri. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Kingu og Golfklúbb Suðurnesja, en Kinga hefur verið að gera stórkostlega hluti í keppni undanfarið. Hún hafnaði t.a.m. í öðru sæti á Íslandsmótinu fyrir rúmri viku síðan eftir bráðabana. Kinga leiddi Íslandsmótið og var fagnað sem sigurvegara í lok móts en fékk dæmt á sig víti eftir keppni sem leiddi til bráðabana sem hún tapaði, þetta kemur fram á heimasíðu Golfklúbbs Suðurnesja, gs.is. Meira frá SuðurnesjumMinningarmót um Ragnar Margeirsson verður haldið í 12. sinn um helginaÁgúst með brons á Evrópumóti unglinga í taekwondoReykjanesbær sigraði vinabæjarmót ungmenna 2019160 krakkar kepptu á Speedomóti ÍRBRagnheiður Sara keppir í Sviss við erfiðar aðstæður – Sjáðu myndbandið!Sterkir Víðismenn lögðu Kára á AkranesiSigurður hættir með KeflavíkKorpak systur á verðlaunapall á Íslandsmeistaramóti í holukeppniHaukur Helgi og Bonneau áfram hjá NjarðvíkTommy Nielsen þjálfar Víði Garði