Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar nældu sér í stig gegn Fjölni

Keflvíkingar nældu sér í stig í botnbaráttu Pepsí-deildarinnar þegar liðið tók á móti Fjölnismönnum á Nettó-vellinum í kvöld.

Færin létu standa á sér  framan af leik og leikurinn var lítið fyrir augað. Fjölnismenn voru þó öflugri í sínum aðgerðum og áttu til að mynda ágætis marktilraun á 8. mínútu sem Keflvíkingar náðu að hreinsa frá. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfeik fyrr en á lokamínútunum að Fjölnismenn skoruðu glæsilegt mark eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi Keflvíkinga.

Síðari hálfleikur var á svipuðum nótum og sá fyrri, mikið moð og Fjölnismenn líklegri til afreka. Keflvíkingar komust þó meira inní leikinn eftir því sem á leið og Martin Hum­mervoll var svo réttur maður á réttum stað og skallaði knöttinn í netið eftir sendingu frá Franz Elvarsyni.

1-1 urðu lokatölur leiksins og Keflvíkingar nældu sér í dýrmætt stig, sitja enn einir á botni deildarinnar en nú með sex stig, átta stigum frá því að bjarga sér frá falli.