Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar fallnir eftir tap gegn Val

Keflvíkingar mættu á Hlíðarenda í leikinn gegn Val með baráttuandann að vopni og ljóst að þeir ætluðu ekki að gefast upp þrátt fyrir að vonin um að halda sætinu í Pespí-deildinni þrettánda árið í röð væri veik.

Valsmenn byrjuðu þó betur og komust yfir strax á 5. mínútu leiksins. Keflvíkingar vöknuðu við þetta og jöfnuðu leikinn á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Keflvíkingar tóku svo forystuna á 20. mínutu með flottu marki frá Martin Hummervoll, staðan orðin 1-2 og þannig hélst hún í leikhléi og vonin enn til staðar.

Valsmenn jöfnuðu svo leikinn á 53. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn gerðu svo endanlega út um vonir Keflvíkinga á 74. mínútu þegar þeir skoruðu sitt þriðja mark sem reyndist sigurmarkið í þessum leik.

Það er því ljóst að Keflvíkingar munu leika í 1. deild að ári þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Liðið situr eitt og yfirgefið á botninum með aðeins sjö stig og markatöluna 19-48.