sudurnes.net
Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar - Local Sudurnes
Keflavíkurstúlkur léku síðasta leiki sinn í riðlakeppni 1. deildar kvenna gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur þar sem sigur tryggði liðinu sæti í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Svo fór að Keflavík vann leikinn með þremur mörkum gegn einu. Keflavíkurstúlkur munu því leika gegn liði Tindastóls frá Sauðárkróki í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavíkurstúlkur höfðu áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en þær urði langefstar í B-riðli 1. deildar. Þær munu leika gegn Víkingi Ó. í fyrstu umferðinni. Meira frá SuðurnesjumGrindavíkurstúlkur leika til úrslita á morgun – Hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsí-deildinniGrindavíkurstúlkur geta tryggt sér efsta sætið – Frítt á völlinn!Þróttur leikur um sæti í 3. deild og Grindavíkurstúlkur komust áframSigrar hjá Suðurnesjaliðunum í lokaleikjum 3. deildarCarmen Tyson-Thomas með stórleik í mikilvægum NjarðvíkursigriFimm Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur í skotfimiSigur í fyrsta leik hjá ungu liði KeflavíkurVaramaðurinn tryggði Keflavík sigur á lokmínútunniNaumt tap hjá Njarðvíkingum sem léku án Loga og Hauks HelgaSuðurnesjaliðin í basli í Dominosdeildinni – Vandræði Njarðvíkinga hófust á grillinu