sudurnes.net
Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins - Local Sudurnes
Keflavíkurstelpurnar sýndu frábæran leik gegn ÍR í gær í lokaleik riðlakeppni Lengjubikarsins. Það var um hreinan úrslitaleik í riðlinum að ræða og sæti í undanúrslitum í boði. Fyrri hálfleikur var markalaus en marktækifæri heimastúlkna voru þó fjölmörg í hálfleiknum. Ýmist fóru stelpurnr illa með færin eða létu keflvísku stúlkuna í marki ÍR, Auði Sólrúnu Ólafsdóttur, verja frá sér. Það var svo á 18 mínútna kafla í seinni hálfleik sem Keflavík gerði út um leikinn með þremur fallegum mörkum. Fyrst var það Sveindís Jane Jónsdóttir sem braut ísinn með þrumuskoti frá vítateig eftir sendingu frá Kötlu Maríu Þórðardóttur. Kristrún Ýr Holm skoraði svo með skalla eftir hornspyrnu og smiðshöggið rak Anita Lind Daníelsdóttir með bylmingsskoti frá vítateig á 65 mínútu eftir stoðsendingu frá Unu Margréti Einarsdóttur. Með sigrinum tryggðu Keflavíkurstúlkur sér sigur í riðlinum og mæta HK/Víking í undanúrslitum á laugardaginn kl. 16:30 í Reykjaneshöll. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Völsungur og Haukar í Boganum á Akureyri. Í leiknum í gær lék Jóney Ósk Sigurjónsdóttir sinn fyrsta leik fyrir Keflavík, en hún hafði félagaskipti frá Völsungi á sunnudaginn. Meira frá SuðurnesjumStórsigur í lokaleiknum hjá KeflavíkKeflavíkurstúlkur með sigur í fyrsta mótsleik ársinsStórsigur Keflavíkur gegn Gróttu – Sveindís Jane skoraði 6 mörkKeflavíkurstúlkur ætla sér [...]