sudurnes.net
Keflavíkurstúlkur komnar í undanúrslit í Powerade-bikarkeppninni - Local Sudurnes
Keflavíkurstúlkur eru komnar áfram í undanúrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir stórsigur á Skallagrím, 93-69. Marín Rós Karlsdóttir stýrði liðinu í leiknum ásamt Sigurði Ingimundasyni eftir að Margréti Sturlaugsdóttur var sagt upp störfum í gær. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik, þar sem Keflvíkingar höfðu betur í fyrsta leikhluta 22-19 og Skallagrímur í þeim næsta, 16-17 og staðan því 38-36 í háfleik, heimamönnum í vil. Jafnræði var einnig með liðunum í þriðja leikhluta en Keflavíkurstúlkur höfðu þó frumkvæðið og leiddu að honum loknum 62-55. Keflavíkurliðið átti svo skínandi leik í lokaleikhlutanum, þar sem þær stungu Skallagrímsstúlkur hreinlega af, skoruðu 31 stig gegn 14 og sigruðu leikinn örugglega, 93-69. Melizza Zorning var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig, en Sandra Lind Þrastardóttir kom næst með átján stig. Meira frá SuðurnesjumÁstrós og Kristófer Íþróttamenn Keflavíkur 2015Valur Orri og Thelma Dís best í körfunni hjá Keflavík14 Grindvíkingar í æfingahópum unglingalandsliðanna í körfuknattleikKeflavíkurstúlkur komnar í úrslit LengjubikarsinsStórt tap hjá Keflavík í fyrsta leik Sverris ÞórsEllefu af átján landsliðsstúlkum koma af SuðurnesjumTuttugu af Suðurnesjum í æfingahópum yngri landsliða243 stig skoruð þegar Keflavík lagði Snæfell í Dominos-deildinniSuðurnesjaliðin gegn Akureyraliðunum í kvöldÚrslitakeppni yngri flokka á Íslandsmótinu í körfu fer fram í Keflavík um helgina