sudurnes.net
Keflavíkurstúlkur áfram í Borgunarbikarnum - Local Sudurnes
Heil umferð var leikin í Borgunarbikar kvenna í gærkvöldi, en Keflavíkurstúlkur héldu í Garðabæ þar sem þær léku gegn Skínandi í frábæru fótboltaveðri. Keflavíkurstúlkur hófu leikinn af krafti, uppskáru vítaspyrnu á 24. mínútu og skoraði Birgitta Hallgrímsdóttir örugglega og var staðan þá orðin 0-1, en þannig stóðu leikar í hálfleik Keflavíkurstúlkur komu inn í síðari hálfleikinn staðráðnar í að ná öðru marki inn og það gekk eftir þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum, boltinn barst til Anitu Daníelsdóttur sem skoraði glæsilegt mark. Nokkur hættuleg færi litu dagsins ljós eftir síðar mark Keflavíkur en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 0-2 sigur Keflavíkur sem mæta Álftanesi í næsta leik Borgunarbikarsins en þess má geta að þessi sömu lið mætast í fyrsta leik sumarsins í 1.deild B-riðils kvenna þriðjudaginn 17 maí næstkomandi Þessi framistaða Keflavíkur lofar góðu og vert er að geta þess að Hljóðbylgjan í samstarfi við HS-veitur, Fernando´s pizza, Snjallskilti.is, Eignamiðlun Suðurnesja og Suðurnes.net munu bjóða upp á lýsingar frá leikjum kvennaliða Keflavíkur og Grindavíkur í sumar. Meira frá SuðurnesjumKeflvíkingar halda toppsætinu eftir nauman sigur á sprækum ÍR-ingumMár Gunnarsson með sex Íslandsmet á Haustmóti ÁrmannsÞróttur í góðri stöðu eftir 4-0 sigur gegn Hvíta RiddaranumFá níu nýja leikmennVíðir Garði með flottan sigur á Vængjum JúpitersGrindavík lagði Hauka í spennuleikGrindvíkingar töpuðu gegn ÞróttiDominos-deildin: Sigur [...]