sudurnes.net
15 ára Keflvíkurmær markahæst á Faxaflóamótinu - Local Sudurnes
Keflavíkurstúlkur tóku á móti stöllum sínum úr Grindavík í síðasta leik sínum í Faxaflóamótinu í ár á miðvikudagskvöld, leikið var í Reykjaneshöll. Keflvíkingar unnu leikinn 2-1 og tryggðu sér með því annað sæti B-riðils, en stúlkurnar töpuðu aðeins einum leik. Grindavíkurstúlkur náðu forystu á 5. mínútu með skallamarki frá Elísabetu Ósk Gunnþórsdóttur eftir hornspyrnu. Aðeins mínútu síðar jafnaði Sveindís Jane Jónsdóttir af miklu harðfylgi eftir flottan undirbúning frá Unu Margréti Einarsdóttur. Sveindís Jane var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Sveindís Jane hefur staðið sig mjög vel með Keflavík í vetur en hún er á 15. aldursári Með mörkunum tveimur tryggði Sveindís Jane, sem er aðeins 15 ára, sér markakóngstitilinn á Faxaflóamótinu, en hún skoraði sjö mörk á mótinu. Mörkin sjö skoraði Sveindís í aðeins fjórum leikjum, sem verður að teljast afar flottur árangur og ljóst að framtíðin er björt hjá þessari ungu knattspyrnukonu. Seinna markið gegn Grindavík verður henni eflaust minnisstætt, en þar var á ferðinni sérlega glæsilegt einstaklingsframtak, hún vann boltann á miðjum eigin vallarhelmingi, geystist upp allan völlinn og lagði knöttinn örugglega framhjá markverði Grindavíkur. Meira frá SuðurnesjumUngt Keflavíkurlið komið í úrslit LengjubikarsinsSveindís Jane valin í úrtakshóp A landsliðsinsGuðmundur Auðun spilar um Íslandsmeistaratitil í [...]