sudurnes.net
Keflavík úr leik og áfram í Maltbikarnum - Local Sudurnes
Keflavíkurlið karla og kvenna léku í Maltbikarnum í körfuknattleik í dag. Kvennaliðið fór óblíðum höndum um KR-stúlkur á meðan karlaliðið tapaði gegn sterkum Haukum. Sigur Keflavíkurstúlkna á KR var öruggur, en lokatölurnar urðu 99-79, en aðeins var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta sem lauk 24-24. Keflvíkingar tóku svo öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 60-41. KR-ingar náðu að klóra aðeins í bakkann í fjórða leikhluta, en það dugði ekki til og unnu Keflvíkingar að lokum 99-79. Brittanny Dinkins var stigahæst Keflvíkinga með 21 stig og Birna Valgerður Benónýsdóttir kom næst með 16 stig. Heimamenn í Keflavík byrjuðu betur gegn Haukum og komust mest í 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta, en Haukar klóruðu í bakkann og var staðan 23-20 að honum loknum. Haukar komust í almennilega í gang í þeim næsta og var staðan í hálfleik 41-46. Keflavíkurdrengir mættu svo grimmir til leiks í þriðjaleikhluta og náðu eins stigs forystu að honum loknum. Haukar mættu svo grimmir í síðasta leikhlutann og kláruðu leikinn með níu stiga sigri 74-83. Guðmundur Jónsson var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig og Stanley Robinson kom næstur með 17 stig, en hann tók einnir 10 fráköst. Meira frá SuðurnesjumKeflavík og Grindavík töpuðuKeflvíkingar skipta um erlendan [...]