Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík óskar eftir stuðningi við uppbyggingu kvennaknattspyrnu

Keflvíkingar óska eftir stuðningi almennings við að byggja upp öflugt kvennaknattspyrnulið til framtíðar. Stúlkurnar áttu gott sumar og voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Pepsí-deildinni á næsta tímabili.

Knattspyrnudeildin biðlar til Keflvíkinga og annara velunnara kvennaknattspyrnunar til að styðja deildina til góðra verka á komandi tímabili og óska eftir stuðningi til að halda áfram uppbyggingu á liðinu.

“Á næstu dögum mun birtast í heimabanka stuðningsmanna Keflavíkur valkvæður greiðsluseðill til styrktar kvennaknattspyrnunni. Við biðjum ykkur að taka þátt í verkefninu með okkur.” Segir í tilkynningu frá Keflavík. “Þeim sem ekki fá greiðsluseðil er bent á reikning nr. 0121-26-015188 kt. 541094-3269 ef þið hafið áhuga á að styrkja stelpurnar okkar.”