sudurnes.net
Keflavík í úrslit Maltbikarsins - Local Sudurnes
Kefla­víkurstúlkur trygg­ðu sér sæti í úr­slit­um Malt­bik­arkeppni kvenna í körfu­bolta með 82-67 sig­ri á Hauk­um í kvöld. Kefla­vík mæt­ir því annað hvort toppliði Dom­in­os-deild­ar­inn­ar, Skalla­grím eða bikar­meist­ur­um Snæ­fells í úr­slit­unum. Haukar hófu leikinn af krafti og náðu fljótt sex stiga forskoti, Keflvíkingar náðu þó að minna muninn niður í tvö stig í lok fyrsta leikhluta, 18-20. Það var svo allt annað að sjá til Keflavíkurliðsins í öðrum leikluta, þrátt fyrir að liðin skiptust á að hafa forystu í upphafi, en undir lok leikhlutans voru Keflavíkurstúlkur komnar í 10 stiga forystu, 45-35. Liðin skipt­ust á góðum köfl­um í upp­hafi seinni hálfleiks og náðu Hauk­ar að minnka mun­inn í sex stig í þriðja leik­hluta. Staðan fyr­ir síðasta leik­hlut­ann var hins veg­ar 59-52, Kefla­vík í vil. Keflvíkingar náðu svo tíu stiga forystu á nýjan leik um miðjan fjórða leikhluta og silgdu nokkuð öruggum sigri, 82-67, í höfn. Ari­ana Moor­er skoraði 20 fyr­ir Kefla­vík og Emel­ía Ósk Gunn­ars­dótt­ir skoraði 18. Meira frá SuðurnesjumRafn og Árni hætta að þjálfa VíðiKeflvíkingar bikarmeistarar í körfuknattleikStefán valinn leikmaður umferðarinnar: “Aðstoðarþjálfarinn bað mig um að skjóta úr næsta horni”Njarðvíkursigur eftir framlengingu – Keflavík óstöðvandiEmelía Ósk frábær þegar U18 landsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum EM15 ára Keflvíkurmær markahæst á [...]