Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík heldur toppsætinu – Grindavík tapaði gegn nýliðunum

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar halda toppsætinu í Dominos-deild karla í körfuknattleik eftir að liðið vann átta stiga sigur á Þór úr Þorlákshöfn í TM-Höllinni í kvöld, 91-83. Grindvíkingar töpuðu hinsvegar á heimavelli gegn nýliðunum frá Selfossi, FSu, 85-94.

Þórsarar byrjuðu betur í Keflavík í kvöld og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta. Kefl­vík­ing­ar náðu for­skot­inu þegar leið á annan leikhluta og komust fimm stigum yfir fyrir hálfleik, 37-22.  Keflvíkingar juku svo forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik og höfðu fjórtán stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 65-51. Í lokaleikhlutanum náðu Keflvíkingar mest 17 stiga forystu en Þórsarar skoruðu átta síðustu stig leiksins sem lauk með sigri Keflvíkinga 91-83.

Earl Brown Jr. skoraði 34 stig fyrir Keflavík og Valur Orri 25 stig.

Kanalausir Grindvíkingar töpuðu gegn FSu

Grindvíkingar byrjuðu betur í Mustad-höllinni í kvöld gegn sterku liði FSu og leiddu 23-19 að loknum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst eins og þeim fyrsta lauk, Grindvíkingar voru skrefinu á undan og náðu að halda forystunni í leikhléi, 56-53. Í þriðja leikhluta komust Selfyssingar betur inn í leikinn og voru yfir að þremur leikhlutum loknum 74-66. Grindvíkingar léku án nokkura lykilmanna í kvöld og án útlendings og þrátt fyrir að þeir næðu að minnka muninn í upphafi fjórða leikhluta var það skammgóður vermir því þegar líða tók á leikinn juku Selfyssingar forskotið jafnt og þétt og höfðu níu stiga sigur,  85-94.

Þorleifur Ólafsson var atkvæðamestur Grindvíkinga með 22 stig en Jón Axel Guðmundsson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst.

Leik Njarðvíkinga og Hattar sem fram átti að fara á Egilsstöðum í kvöld var frestað vegna veðurs og fer leikurinn fram á morgun klukkan 18.30.