Nýjast á Local Suðurnes

Kanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn Tindastóli

Grindvíkingar hafa tapað sex af síðustu sjö leikjumsínum í Domino´s-deildinni í körfuknattleik eftir leik kvöldsins sem fram fór í Mustad-höllinni í Grindavík.

Tindastólsmenn höfðu leikinn í hendi sér allan tímann ef frá er talinn fyrsti leikhluti sem var nokkuð spennandi, eftir hann juku Stólarnir forskot sitt jafnt og þétt og lönduðu öruggum sigri, 77-100.

Skotnýting Grindvíkinga í leiknum var afleit sem og varnarleikurinn á köflum og ljóst að liðið þarf að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. Liðið er sem stendur í 8. sæti deildarinnar.

Ómar Örn Sævarsson var stigahæstur Grindvíkinga með 12 stig en Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 10 stig.