Nýjast á Local Suðurnes

Jón Oddur kláraði SWISSMAN Xtreme á 17 klukkustundum

"Fór vel yfir bæði líkamleg og andleg mörk mín," segir Jón Oddur

Jón Oddur Guðmundsson þríþrautarkappi úr Njarðvík kláraði SWISSMAN Xtreme þríþrautarkeppnina sem fram fór í svissnesku ölpunum á rétt rúmum 17 klukkustundum. Leiðin sem Jón Oddur þurfti að synda, hjóla og hlaupa er um 225 kílómetrar að lengd.

“Dagurinn í gær var virkilega skemmtilegur, ég fór vel yfir bæði líkamleg og andleg mörk mín, og ýtti þeim þröskuldi enn lengra. Sáttur með allt og sérstaklega að klára við aðstæður sem allir óttuðust og hefði alls ekki getað án frábærs stuðningsliðs.” Sagði Jón Oddur á Facebook síðu sinni.

jon oddur adstodarmenn

Svona keppni tekur á!

jon oddur hlaup

Hlaupið hálfnað

jon oddur toblerone

Verðlaunaður með risa Toblerone!

jon oddur adrir

Jón ásamt öðrum keppendum – Myndir: facebooksíða Jóns