sudurnes.net
Jón Axel valinn í úrvalslið Evrópumóts U20 - Local Sudurnes
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var var valinn í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni tuttugu ára landsliða sem lauk í Grikklandi í gærkvöld. Íslenska liðið lenti í öðru sæti mótsins eftir að hafa tapað naumlega gegn Svartfjallalandi eftir framlengdan úrslitaleik, 78-76. Jón Axel var með 16,9 stig, 8,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 23 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar í úrslitaleiknum. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson átti einnig skínandi leik á Evrópumótinu, hann gerði 8,9 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst. Meira frá SuðurnesjumJón Axel og Kristinn frábærir þegar Ísland tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EMEM U20 í körfuknattleik – Suðurnesjamennirnir standa sig velHrund og Jón Axel íþróttafólk GrindavíkurAdam Eiður í Þór ÞorlákshöfnGrannaslagur í LjónagryfjuJón Axel og Petrúnella íþróttafólk Grindavíkur 2015Kanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn TindastóliSjálfsmark tryggði Keflavík jafntefliSkotfélagsfólk með Íslandsmet – Theodór sigraði á LandsmótiNjarðvíkursigur í Ásgarði – Mögnuð endurkoma Tyson-Thomas