Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Birnir handleggsbrotnaði eftir byltu í undanúrslitaleik

Jóhann Birnir Guðmundsson knattspyrnumaður sem leikur með 1. deildarlið Keflavíkur handleggsbrotnaði í undanúrslitaleik liðsins gegn KR í Lengjubikar karla á föstudagskvöld. Jóhann Birnir hljóp í veg fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson, framherja KR, sem stjakaði við Jóhanni með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hrasaði og handleggsbrotnaði.

Atvikið varð undir lok fyrri hálfleiks, en leiknum lauk með 4-0 sigri KR.

Jóhann sem er að hefja sitt 12. keppnistímabil birti svo mynd á Twitter-síðu sinni í dag sem sýndi að hann væri handleggsbrotinn og Hólmbert baðst afsökunar. Tíst þeirra félaga má sjá hér að neðan og atvikið má sjá á heimasíðu Vísis.