Nýjast á Local Suðurnes

Jafntefli hjá Keflavík og sigur hjá Grindavík í fyrsta leik

Keflavík og HK gerðu 1-1 jafntefli í Inkasso-deildinni í kvöld, leikið var á heimavelli HK, Kórnum. HK-menn voru ívið sterkeri meirihluta leiks og voru fyrri til að skora, en það gerðu þeir á 62. mín­útu þegar Ragn­ar Leós­son skoraði úr víta­spyrnu. Keflvíkingar tóku við sér undir lokin og náðu að jafna með marki Sigurbergs Elíssonar um tíu mínútum fyrir leikslok. Guðjón Árni Ant­on­íus­son fékk að líta rauða spjaldið í upp­bót­ar­tíma leiks­ins og verður því í banni í næsta leik.

Í Grindavík tóku heimamenn á móti Haukum og urðu fyrst­ir til að inn­byrða þrjú stig í Inkasso-deildinni í knatt­spyrnu, á þessu tíma­bili þegar þeir sigruðu Hauka 3:2 á heima­velli.  Al­ex­and­er Veig­ar Þór­ar­ins­son, Há­kon Ívar Ólafs­son og Gunn­ar Þor­steins­son skoruðu mörk Grindvíkinga í leiknum.