Nýjast á Local Suðurnes

Íslandsmeistaramótið í sprettþraut á laugardaginn

Íslandsmeistaramótið í svokallaðri sprettþraut sem samanstendur af  400 metra sundi, 10 km hjólreiðum og 2,5 km hlaupi verður haldið í Vatnavörld í Reykjanesbæ laugardaginn 29. ágúst næstkomandi. Mótið er á vegum þríþrautadeildar UMFN, 3N.

Glæsileg verðlaun verða veitt auk útdráttarverðlauna og boðið verður uppá veitingar.

Hámarksfjöldi keppenda er takmarkaður við 60 manns og ekki er hægt að skrá sig á staðnum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu 3N.