sudurnes.net
Inkasso-deildin hefst í dag - Suðurnesjaliðunum spáð ólíku gengi - Local Sudurnes
Njarðvík og Keflavík hefja leik í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar fá Framara í heimsókn á Nettóvöllinn á meðan Njarðvíkingar kíkja í heimsókn í Laugardalinn og leika gegn Þrótti. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14. Liðunum er spáð ólíku gengi í deildinni í ár af þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika í deildinni. Njarðvíkingum er spáð 10. sætinu, en liðið endaði í 6. sæti sömu deildar á síðasta tímabili eftir að hafa sigrað þrjá síðustu leikina. Það skildi þó enginn vanmeta Njarðvíkinga sem lögðu Fram að velli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum, 1-3. Stór hluti leikmanna liðsins hefur leikið lengi saman þrátt fyrir ungan aldur og hópurinn er einkar samheldinn. Sterkur varnarleikur einkennir liðið og fær það afar fá mörk á sig. Keflvíkingum er aftur á móti spáð 3. sæti deildarinnar þrátt fyrir miklar breytingar, en liðið hefur misst hvorki fleiri né færri en 16 leikmenn frá síðasta tímabili og verður í ár keyrt á ungum og efnilegum heimamönnum sem líkt og hjá Njarðvík hafa æft lengi saman. Meira frá SuðurnesjumGrannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudagStórt tap hjá Grindavík í úrslitaleiknum – Fengu á sig fleiri mörk en í riðlakeppninniNjarðvík mætir Grindavík í 16-liða úrslitum [...]