Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar tekur við af Hannesi út tímabilið

Norska knatt­spyrnu­fé­lagið Start hef­ur lánað fyrrum leikmann Njarðvíkur, markvörðinn Ingvar Jóns­son til Sand­nes Ulf út þetta keppn­is­tíma­bil en fé­lagið til­kynnti þetta á vef sín­um fyr­ir stundu.

„Ég hef ekki spilað mikið og van­ar leikæf­ingu. Þess­vegna er ég al­gjör­lega til­bú­inn til að fara og spila með Sand­nes Ulf og reyna að hjálpa liðinu til að kom­ast aft­ur í úr­vals­deild­ina. Um leið get ég bætt mig sem markvörður og átt meiri mögu­leika á að verða aðal­markvörður Start árið 2016. Það er mitt mark­mið og þetta er því góð lausn fyr­ir mig, Sand­nes Ulf og Start,” seg­ir Ingvar á vef Start.

Ingvar kem­ur því í staðinn fyr­ir landsliðsmrkvörðinn Hann­es Þór Hall­dórs­son sem yf­ir­gaf Sand­nes Ulf á dög­un­um og samdi við NEC Nij­me­gen í Hollandi.

Ingvar kom til Start frá Stjörn­unni í vet­ur en hann var kjör­inn besti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar ís­lensku síðasta ár eft­ir að hafa orðið Íslands­meist­ari með Garðabæj­arliðinu. Hann hef­ur aðeins fengið tæki­færi í ein­um úr­vals­deild­ar­leik með Start á tíma­bil­inu.