Nýjast á Local Suðurnes

Hvetja börn og unglinga til að mæta á opnar æfingar

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september næstkomandi í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur finnst kjörið tækifæri að hvetja börn og unglinga til að mæta á opnar æfingar þá vikuna.  Félagið hefur verið með opnar æfingar fyrir börn og unglinga í 1.-8. bekk í september. Við viljum að öll börn fái tækifæri til þess að prufa þessa stórkostlegu íþrótt undir handleiðslu frábærra þjálfara, segir í tilkynningu og hver veit nema að körfubolti sé íþróttin sem barnið eða unglingurinn hefur verið að leita að.  Það verður tekið vel á móti öllum.  Körfubolti er frábær hreyfing fyrir alla.

Einnig mun Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vera með tvö 8 vikna körfuboltanámskeið fyrir leikskólabörn fædd 2013-2014 í vetur. Fyrsta námskeiðið byrjar laugardaginn 22. September 2018. Frábært að fá krakkana inn á þessum aldri þar sem unnið er með hreyfigetu og boltatækni. Þjálfari á námskeiðinu er Kristjana Eir Jónsdóttir.

Allar nánari upplýsingar um skráningu á leikskólanámskeiðið og opnar æfingar má finna á heimasíðu félagsins http://www.keflavik.is/karfan/flokkar/yngri-flokkar/

Nánari upplýsingar um íþróttavikuna má sjá á www.beactive.is