sudurnes.net
Hörður Axel semur við Keflavík til fjögurra ára - Local Sudurnes
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til næstu fjögurra ára. Samningur þessi var undirritaður af Herði Axel og Ingva Þór Hákonarsyni, formanni KKDK í félagsheimili Keflavíkur fyrr í kvöld. Klásúla er í samning hans að ef ákjósanlegt tilboð frá erlendu liði berst fyrir 1. október, þá mun körfuknattleiksdeild Keflavíkur ekki standa í vegi fyrir því, segir á heimasíðu Keflavíkur. Hörður Axel er öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík, en hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2011, en þá gekk hann til liðs við þýska félagið Mitteldeutscher. Hörður Axel hefur frá því leikið með spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ČEZ Basketball Nymburk. Meira frá SuðurnesjumHörður Axel í atvinnumennskuna á ný – Mun ekki leika með Kefavík í veturHörður Axel kveður KeflavíkHaukur Helgi og Hörður Axel sjá um Körfuboltasumar KKÍJónas Guðni og Axel Kári hafa skrifað undir hjá KeflavíkHörður Axel klárar tímabilið með Keflavík – “Svo lengi sem þjálf­ar­inn vel­ur mig í liðið”Stutt í keppnisskapið á vinadegi yngri flokka Keflavíkur og Njarðvíkur – Myndir!Fyrirliðinn fær ekki nýjan samning – “þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar”Njarðvíkingar og Grindvíkingar styrkja sigSamúel [...]