sudurnes.net
Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli í úrslit Skólahreysti - Local Sudurnes
Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli verða fulltrúar Suðurnesja í úrslitum í Skólahreysti sem fram fara þann 20. apríl næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem lið Stóru-Vogaskóla nær þessum áfanga. Alls var keppt í 10 riðlum á landsvísu, en lið Stóru-Vogaskóla náði öðru sæti í sínum riðli. Lið Holtaskóla sigraði í sínum riðli með 77 stig. Auk sigurvegaranna í hverjum riðli komast tvö efstu liðin áfarm af þeim sem lentu í öðru sæti í sínum riðli, lið Stóru-Vogaskóla lenti í efsta sæti þessara liða, með 43,5 stig. Úrslitin verða 20. apríl í Laugardagshöll og verða í beinni útsendingu á RÚV. Meira frá SuðurnesjumGrindvíkingar töpuðu gegn ÞróttiPoweradebikarinn: Miserfiðir leikir framundan hjá SuðurnesjaliðunumNjarðvík og Víðir áfram í MjólkurbikarnumSuðurnesjaliðunum spáð slæmu gengi í Dominos-deildinniSuðurnesjaliðin áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarsinsSameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur leikur til úrslita í bikarnumKeflavík og Njarðvík mætast í 16 liða úrslitumVíðismenn sækja leikmenn frá Serbíu og GrindavíkYngri flokkalið Njarðvíkinga kláruðu vetrarvertíðina með stælToni skaut sér í átta liða úrslit