sudurnes.net
Hjólreiðakeppni um Reykjanesið - Local Sudurnes
Laugardaginn 13. ágúst næstkomandi mun hjólreiðafélagið Bjartur standa fyrir móti í götuhjólreiðum um Reykjanes. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 95 km og 160 km, en meðal annars verður hjólað um Vatnsleysustrandarveg, Grindavíkurveg og um Garðskaga. Í tilkynningu frá Hjólreiðafélaginu Bjarti, sem stendur fyrir keppninni, segir að það sé von þeirra sem að þessu standa að íbúar og aðrir á svæðinu muni taka vel í þennan viðburð, en hugmyndin var að byrja smátt í ár og ef vel gangi, sé stefnan að gera þetta af föstum árlegum viðburði. Í lok keppninnar verður svo haldin grillveisla við Ásvallarlaug, en þar verður einnig frítt í sund fyrir þátttakendur. Skrá verður þátttöku fyrir 7. ágúst næstkomandi, en nánari upplýsingar um keppnina má finna á Facebook-síðu Bjarts. Meira frá SuðurnesjumVon á fárviðri á sunnanverðu landinu um miðjan dag á mánudagGrindavík lagði Njarðvík í Maltbikarnum – Tyson-Thomas meiddist og fór af velliMældist á 142 km hraða með barn í bílnum – Erlendur á fleygiferð fær háa sektLeikskólastarf og bæjarhátíð í hættu verði skipuð fjárhaldsstjórnLjósanæturhlaup Lífsstíls í kvöldVíðismenn töpuðu stórt í BorgunarbikarnumKjaradeila kennara – Óttast að kennarar muni ekki draga uppsagnir til bakaNjarðvík í Inkasso-deildina – Víðir á veika vonGrindvíkingar reyna að heilla Hauk Helga – “Trítaður í druslur!”Leikmannasamningar [...]