sudurnes.net
Haukur Helgi og Bonneau með gegn Grindavík - Myndband! - Local Sudurnes
Grindvíkingar taka á móti Njarðvíkingum í Dominos-deildinni í körfuknattleik í Mustad-höllinni annað kvöld klukkan 19.15, leikurinn er upp á líf og dauða fyrir Grindvíkinga sem verða að hafa sigur auk þess að þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Njarðvíkingar eru hinsvegar öruggir með sjöunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingr munu ekki ætla sér að gera lífið auðvelt fyrir Grindvíkinga og munu stilla upp firna sterku liði gegn þeim gulklæddu, Haukur Helgi Pálsson mun snúa aftur eftir meiðsli auk þess sem Stefan Bonneau mun vera á bekknum og mögulega spila einhverjar mínútur. Logi Gunnarsson er enn meiddur, en hann handarbrotnaði sem kunnugt er í leik gegn Þór Þorlákshöfn. Haukur Helgi Pálsson hefur nú náð sér eftir meiðsli og kemur aftur inn í liðið. Stefan Bonneau mun einnig vera í búning en bataferli hans gengur vel og verður spennandi að sjá hvernig næstu vikur þróast hjá kappanum. Segir á Facebook-síðu Njarðvíkinga. Bonneau virðist allur vera að koma til ef eitthvað er að marka myndband sem birt var á Twitter fyrr í kvöld, en þar sést Bonneau taka létta troðslutakta. Bonneau lék um 15 mínútur með B-liði Njarðvíkur í annari deildinni á dögunum og þótti standa [...]