sudurnes.net
Guðmundur fékk bronsmerki Glímusambandsins - Local Sudurnes
Guðmundur Stefán Gunnarsson, fékk bronsmerki GLÍ, fyrir störf í þágu Glímunnar, á ársþingi sambandsins sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Glíma hefur verið stór hluti af þeim tegundum fangbraða sem kennd eru í Reykjanesbæ. En Njarðvíkingar eiga eins og margir vita heims, evrópu og íslandsmeistara í hinum ýmsu fangbrögðum. Guðmundur notaði tækifærið og hrósaði Glímusambandinu fyrir hlut kvenna á þinginu og í stjórn sambandsins, en stjórn sambandsins er skipuð fimm konum og þremur körlum og um helmingur þinggesta voru karlar og helmingur konur. Júdódeild UMFN hefur einmitt aukið hlut kvenna í fangbrögðum gífurlega síðustu tvö árin. Kynjahlutfallið í deildinni er sirka jafnt og má það þakka mikilli vinnu stjórnar og þjálfurum deildarinnar. Júdódeild UMFN er nefnilega skipuð þremur körlum og tveimur konum og þjálfarateymið eru skipað einum karli og þremur konum. Guðmundur var svo endurkjörinn í stjórn Glímusambandsins í þinglok og hefur setið í stjórn og eða varastjórn sambandsins síðan 2015 Meira frá SuðurnesjumIngvar á góðu róli í Danmörku – Á toppnum og fengið fæst mörk á sigLögreglan lýsir eftir Karli DúaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÞrjú íslensk aldursflokkamet hjá ÍRBSuðurnesjaliðum spáð slæmu gengi – Liðsheildin getur fleytt okkur ofar [...]