Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Auðun keppir um milljónir króna á Stórbokka 2016

Guðmundur Auðun einbeyttur á svip - Mynd Pókersamband Íslands

Pókerspilarinn Guðmundur Auðun Gunnarsson mun taka þátt í pókermótinu Stórbokka 2016, sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Stórbokki er svokallað “High Roller” mót og er þáttökugjaldið 115.000 krónur og ef spilarar verða svo óheppnir að falla úr leik verður hægt að kaupa sig inn í mótið aftur fyrir 105.000 krónur. Bú­ist er við að heild­ar­verðmæti vinn­inga verði allt að 10 millj­ón­ir króna.

Guðmundur sagðist í samtali við Suðurnes.net vera vel undirbúinn fyrir mótið:

“Það er svona svipað með þetta mót og Íslandsmótið, þetta tekur á bæði líkamlega og andlega. Maður þarf að vera úthvíldur til þess að geta tekið réttar ákvarðanir í erfiðum aðstæðum.

Þetta verður erfitt mót en skemmtilegt – Og að sjálfsögðu stefnir maður á sigur.” Sagði Guðmundur Auðun

Þetta annað árið í röð sem Póker­sam­band Íslands stend­ur fyr­ir mót­inu, sem laðar að sér bestu spilara landsins, í fyrra var mótið haldið fyr­ir lukt­um dyr­um en í þetta sinn er öllum velkomið að mæta á svæðið og fylgj­ast með.

Form­leg dag­skrá hefst klukk­an 12 þegar Stór­bokk­ar sam­ein­ast í for­drykk í Torfa­stofu. Eft­ir það verður sam­eig­in­leg­ur máls­verður og hefst mótið svo klukk­an 14. Spilað verður á 8 manna borðum og verða þátt­tak­end­ur 48 tals­ins.

Guðmundur Auðun er einn af bestu pókerspilurim landsins, en hann endaði í 9. sæti á Íslandsmeistaramótinu í póker sem fram fór í nóvember síðastliðnum, en um 130 spilarar tóku þátt í mótinu sem fram fór í Borgrnesi.

Eins og áður sagði hefst mótið klukkan 14 og er öllum frjálst að mæta á Grand Hótel Reykjavík og fylgjast með.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá mótinu sem haldið var á síðasta ári.