sudurnes.net
Grindvíkingar velja stuðningsmann ársins - Local Sudurnes
Kjör á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram að þessu sinni í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG og Kvenfélags Grindavíkur og hefst kl. 13:00. Kjörið er öllum opið og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu. Á meðal nýjunga að þessu sinni verður val á Stuðningsmanni ársins. Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið kosning@umfg.is, í seinasta lagi næsta sunnudagskvöld. Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarfi íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Meira frá SuðurnesjumÓtækt að vegum sé lokað vegna hjólreiðakeppniKeflavík og KR leika til úrslita í Lengjubikarnum í kvöldBörn hafa forgang við notkun sparkvallaAflýsa Nettó-mótinuLjósanótt: Kynning hjá Pílufélagi ReykjanesbæjarYfir 1300 léku listir sínar á skautumKSÍ úthlutar 118 Milljónum úr Mannvirkjasjóði – Milljón til SuðurnesjaHandverkssýning eldri borgara – Fjöldi skemmtiatriða út vikunaTorfærukeppni í námunum við StapafellSveindís yfirgefur Keflavík