Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar tóku bikarmeistarana í kennslustund í körfubolta

Grindvíkingar slógu Bikarmeistara Stjörnunnar úr leik í Powerade-bikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld, lokatölur urðu 82-58.

Leikurinn sem fram fór í Grindavík byrjaði nokkuð jafnt í kvöld en bæði lið voru ekki alveg að finna fjölina, skotnýtingin var afar slæm, þrátt fyrir góð færi. Um miðjan annan leikhluta kom afar góður kafli hjá Grindvíkingum sem bókstaflega kafsilgdu bikarmeistaran og leiddu í hálfleik, 41-24.

Í seinni hálfleik heldu Grindvíkingar áfram að bæta í forskot sitt og eftir þriðja leikhluta var staðan 59-41. Grindvíkingar sem hafa leikið afar illa í undanförnum leikjum héldu áfram sínum leik í lokaleikhlutanum og sáu til þess að Stjarnan átti aldrei neinn möguleika. Lokatölur sem fyrr segir 82-58, og Grindvíkingar komnir í 8-liða úrslitin.

Athygli vakti að Eric Julian Wise lék þennan leik en hann er sem kunnugt er á förum frá Grindavík, hann skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og var með 7 stolna bolta, Jón Axel Guðmundsson skoraði einnig 18stig.