sudurnes.net
Grindvíkingar stefna á sjötta bikarmeistaratitilinn - Local Sudurnes
Grindvíkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið mætir KR-ingum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppninnar í körfuknattleik. Grindvíkingar sem hafa unnið bikarinn fimm sinnum setja stefnuuna á að fylgja í fótspor kvennaliðsins og komast í úrslitaleikinn og vinna þar sinn sjötta bikartitil. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Mustad-höllinni í Grindavík og eru Grindvíkingar hvattir til að mæta á leikinn og taka með sér gesti. “nú þurfa ALLIR GRINDVÍKINGAR að draga 1 með sér og mæta í gulu og styðja sína menn! Mætum og hjálpum strákunum við hafa ALLA Laugardalshöllina GULA OG GLAÐA í bikarúrslitunum 2016!” Segir á Facebook-síðu Kkd. Grindavíkur. Meira frá SuðurnesjumKolbrún Júlía í úrvalshóp landsliðsins í hópfimleikumKeflavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni 1. deildarSindri Kristinn semur við FH til þriggja áraHúsnæðislaust Pílukastfélag Reykjanesbæjar á að halda Íslandsmót í desemberReynsluboltinn Kenny framlengir við NjarðvíkSigmundur leikjahæsti dómari sögunnarHoltaskóli vann Skólahreysti – Stóru-Vogaskóli í þriðja sætiDominos-deildirnar í körfuknattleik hefjast um miðjan októberÚrslitakeppni Dominos: Tæknivillukóngarnir mæta í Vesturbæinn í kvöldCruz til Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í kvöld: “Ég vil heyra læti, lalala læti !!!!”