Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar reyna að heilla Hauk Helga – “Trítaður í druslur!”

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Einn besti körfuknattleiksmaður landsins Haukur Helgi Pálsson stefnir leynt og ljóst á að reyna fyrir sér í atvinnumennsku erlendis á næsta tímabili, en hann lék sem kunnugt er með Njarðvíkingum á síðasta tímabili.

Það er þó ekki öll von úti um að áhugamenn um körfuknattleik fái að njóta þess að horfa á þennan snarpa leikmann leika hér á landi á næsta ári, það er að segja ef eitthvað er að marka samfélagsmiðilinn Facebook.

Grindvíkingurinn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson birti á dögunum Facebook færslu sem gefur í skyn áhuga Grindvíkinga á leikmanninum og sýnir glögglega að ýmsum brögðum er beitt þegar heilla skal hælfileikaríka leikmenn upp úr skónum, eða eins og segir í fæslunni “Þessi flotti strákur trítaður í druslur í gær!” Á mynd sem birtist með færsluni má sjá þá Sigurbjörn og Hauk Helga í félagskap Jóns Gauta Dagbjartssonar sem er  framkvæmdarstjóri Kkd. Grindavíkur og greinilegt að vel fór á með köppunum.