sudurnes.net
Grindvíkingar nota framlag KSÍ í uppbyggingu íþróttamannvirkja - Local Sudurnes
Knattspyrnudeild Grindavíkur mun nota framlag sem félagið fékk frá KSÍ, vegna árangurs íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu, í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum félagsins. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fótbolti.net. Grindvíkingar fengu tæplega 11 milljónir króna. Fótbolti.net sendi fyrirspurnina á öll lið í Pepsí- og Inkassodeildum, Keflvíkingar höfðu ekki svarað fyrirspurninni þegar fréttin var birt, en þeir fengu um 13 milljónir króna. „Áætlun Knattspyrnudeildar UMFG gerir ráð fyrir því að EM-framlagið fari í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum tengdum knattspyrnu í Grindavík,” segir í svari Jónasar Þórhallssonar, formanns Grindavíkur. „Við vorum með kynningarfund í Gjánni föstudaginn 15. apríl s.l. fyrir bæjarstjórn, alla sviðstjóra og Frístunda- og menningarnefnd bæjarins. Þar fórum við fyrst yfir sögu Knattspyrnudeildar og síðan voru ný íþróttamannvirki kynnt. Við fengum mjög góðar viðtökur.” Meira frá SuðurnesjumSuðurnesjalið vilja klára Íslandsmótið40 milljónir króna frá KSÍ til Suðurnesja vegna EMNjarðvík nælir í markvörð og þjálfaraNjarðvík mætir KR og Grindavík FHBrynjar Atli og Ísak Óli fara á NM U17 ára í knattspyrnuMinnisvarði um Hafstein Guðmundsson afhjúpaðurU17 landsliðið vann UEFA-mót í Finn­landi – Ísak Óli með sigurmarkiðOpna Grindavíkurmótið í pílukasti á laugardagGrindavík og Reynir Sandgerði prúðustu lið SuðurnesjaHaukar völtuðu yfir Grindavík