Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar nota framlag KSÍ í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Knattspyrnudeild Grindavíkur mun nota framlag sem félagið fékk frá KSÍ, vegna árangurs íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu, í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum félagsins. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fótbolti.net.

Grindvíkingar fengu tæplega 11 milljónir króna. Fótbolti.net sendi fyrirspurnina á öll lið í Pepsí- og Inkassodeildum, Keflvíkingar höfðu ekki svarað fyrirspurninni þegar fréttin var birt, en þeir fengu um 13 milljónir króna.

„Áætlun Knattspyrnudeildar UMFG gerir ráð fyrir því að EM-framlagið fari í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum tengdum knattspyrnu í Grindavík,” segir í svari Jónasar Þórhallssonar, formanns Grindavíkur.

„Við vorum með kynningarfund í Gjánni föstudaginn 15. apríl s.l. fyrir bæjarstjórn, alla sviðstjóra og Frístunda- og menningarnefnd bæjarins. Þar fórum við fyrst yfir sögu Knattspyrnudeildar og síðan voru ný íþróttamannvirki kynnt. Við fengum mjög góðar viðtökur.”