Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar í öðru sæti á Íslandsmótinu í pílukasti

Lið Pílufélags Grindavíkur - Mynd: Grindavik.net

Íslandsmót félaga í Dart fór fram um síðustu helgi. Átta lið kepptu um titilinn um hvaða félag er best á Íslandi í dag. Lið Pílufélags Grindavíkur enduðu í öðru sæti með margfaldan íslandsmeistara innanborðs Guðjón Hauksson.

Keppt var í tveim riðlum, Grindvíkingar unnu sinn riðil sannfærandi og við tók átta liða útsláttur. Að lokum tók lið Grindavíkur leik gegn liði Orange Express úr Reykjavík og fór svo að Orange vann þá viðureign og mar með Íslandsmeistaratitilinn.

Lið Grindavíkur: Guðmundur Valur Sigurðsson , Pétur Rúðrik Guðmundsson, Alex Guðmundsson, Guðjón Hauksson, Ívar Guðlaugsson.