Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar gagnrýna vinnubrögð Stjörnunnar: “Dagur enn samningsbundinn Grindavík”

Körfuknattleiksmaðurinn Dagur Kár Jónsson samdi í gær við Stjörnuna um að leika með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð,  en Dagur Kár kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Grindvíkingar eru afar fúlir vegna þessa, enda telja þeir að leikmaðurinn sé enn samningsbundinn félaginu þar sem uppsagnarákvæði samnings hansvið félagið hefur enn ekki tekið gildi.

Grindvíkingar greina frá þessu í tilkynningu á Facebooks-síðu félagsins, en þar segja þeir þó að þeir óski honum alls hins besta.

“Dagur Kár er drengur góður og óskum við honum alls hins besta í því sem að hann tekur sér fyrir hendur. Hann er með þessu að snúa aftur á heimaslóðir og enfaldlega að elta ræturnar. Sýnum við því fullan skilning.” Segir í tilkynningunni, sem sjá má hér fyrir neðan.