sudurnes.net
Grindvíkingar á topp Inkasso-deildarinnar eftir sigur á Leikni - Local Sudurnes
Grindvíkingar höfðu unnið báða sína leiki í Inkasso-deildinni í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Leikni F. í gær. Þeir héldu sigurgöngu sinni áfram og tilltu sér á topp deildarinnar. Fyrsta mark Grindvíkinga skoraði Andri Rúnar Bjarnason úr vítaspyrnu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Grindavík herti síðan tökin í seinni hálfleik og byrjaði það strax tveimur mínútum eftir leikhlé, en þá skoraði Alexander Veigar Þórarinsson magnað mark. Jose Omar Ruiz Rocamora, leikmaður Leiknis var síðan rekinn af velli, og þrjú mörk hjá þeim gulklæddu fylgdu í kjölfarið. Jósef Kristinn skoraði fyrst áður en Aron Freyr Róbertsson og Fransisco Eduardo Cruz Lemaur bættu síðan við. Meira frá SuðurnesjumJafntefli hjá Grindavík og KA í hörkuleikNjarðvík á toppinn eftir sigur á MagnaÖruggur sigur kom Grindavík á topp Inkasso-deildarinnarStojkovic skaut Víði á topp þriðju deildarinnarÞróttur á toppi þriðju deildar eftir stórsigur á KFRGefumst ekki upp þó á móti blási – Keflavík fær FH í heimsóknJafnt hjá Keflavík í lokaleiknum – Grindavík skoraði mest allra liða í deildarkeppniNjarðvík hélt toppsætinu – Víðir í sjöunda eftir tap á GrenivíkElías Már skoraði í sigri Gautaborgar – Njósnarar frá 70 félögum á leiknumJafntefli hjá Keflavík og sigur hjá Grindavík í fyrsta leik