Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar á topp Inkasso-deildarinnar eftir sigur á Leikni

Grindvíkingar höfðu unnið báða sína leiki í Inkasso-deildinni í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Leikni F. í gær. Þeir héldu sigurgöngu sinni áfram og tilltu sér á topp deildarinnar.

Fyrsta mark Grindvíkinga skoraði Andri Rúnar Bjarnason úr vítaspyrnu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Grindavík herti síðan tökin í seinni hálfleik og byrjaði það strax tveimur mínútum eftir leikhlé, en þá skoraði Alexander Veigar Þórarinsson magnað mark.

Jose Omar Ruiz Rocamora, leikmaður Leiknis var síðan rekinn af velli, og þrjú mörk hjá þeim gulklæddu fylgdu í kjölfarið. Jósef Kristinn skoraði fyrst áður en Aron Freyr Róbertsson og Fransisco Eduardo Cruz Lemaur bættu síðan við.