sudurnes.net
Grindavíkurstúlkur hófu tímabilið með stæl - 9-0 sigur á Gróttu - Local Sudurnes
Grindvíkingar léku sinn fyrsta leik í sumar í 1.deild kvenna í Grindavík í gærkvöldi og það er óhætt að segja að þær byrji tímabilið með stæl, en þrátt fyrir kröftuga byrjun áttu mótherjarnir úr Gróttu aldrei möguleika í leiknum, sem fram fór í blíðskaparveðri, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikurinn fór skemmtilega af stað og greinilegt að bæði lið ætluðu sér 3 stig úr leiknum, en eftir að fyrsta markið kom frá Campbell á 28. mín. virtist sem allur vindur væri úr Gróttustúlkum, en þetta virtist gefa heimamönnum byr í seglin. Campbell setti sitt annað mark á þegar um fimm mínútur lifðu fyrri hálfleik, og staðan í hálfleik 2-0. Í hálfleik virtust Grindavíkurstúlkur hafa fengið sér eins og eina flösku af Lýsi því að þær gulklæddu hreinlega röðuðu inn mörkum, og hefðu getað bætt við fleirum. Grindavíkurstúlkur eru því efstar í deildinni eftir fyrstu umferð. Leiknum var lýst á beint á Hljóðbylgjunni og að sögn tæknimanna miðilsins voru fjölmargir hlustendur um allt land. Meira frá SuðurnesjumVíðir í toppbaráttuna eftir sigur á NjarðvíkMikilvægur sigur hjá NjarðvíkingumGrindavík fór létt með AugnablikGuðmundur Auðun keppir um milljónir króna á Stórbokka 2016Öruggur sigur Njarðvíkinga á KVLeikmenn og þjálfarar Grindavíkur og KR borguðu sig innKeflavík og Grindavík [...]