sudurnes.net
Grindavíkurbær einfaldar samningagerð við íþróttahreyfinguna - Local Sudurnes
Við vígsluathöfn á nýju íþróttamannvirki á laugardaginn skrifaði Grindavíkurbær undir samstarfssamninga við UMFG, Kvenfélag Grindavíkur, Golfklúbb Grindavíkur og Hestamannafélagið Brimfaxa sem gilda til ársloka 2018. Við sama tilefni var skrifað undir Íþróttastefnu Grindavíkur sem gildir frá 2015-2020. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við UMFG sem gildir til loka árs 2018 og leysir eldri samninga af hólmi. Búið er að sameina þrjá mismunandi samninga við UMFG í einn og bæta við afnotum af nýju íþróttamannvirki. Á þessum fjórum árum styrkir Grindavíkurbær starfsemi UMFG sem fer til að efla barna- og unglingastarf, til ráðningar á íþróttafulltrúa í hlutastarf, til afreksstarfs, til starfsemi aðalstjórnar og þá er sérstakur unglingastyrkur fyrir aldurinn 16-19 ár. Fyrirkomulag æfingagjalda fyrir börn og unglinga verður óbreytt og því getur þessi aldurshópur æft allar íþróttagreinar sem í boði eru á vegum UMFG en greiðir einungis eitt hóflegt æfingagjald. Styrkur Grindavíkurbæjar við barna- og unglingastarfið gerir þetta kleift. Skrifað undir samninga -Mynd: Grindavíkurbær Einfalda samningagerð við íþróttahreyfinguna Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við Golfklúbb Grindavíkur sem gildir til 31.12.2018 og leysi eldri samninga af hólmi. Styrkurinn fer til að efla barna- og unglingastarf og umhirðu og rekstur á golfvellinum. Áður hefur Grindavíkurbær lagt til fjármagn [...]