sudurnes.net
Grindavík með fjögur lið í bikarúrslitum? - Local Sudurnes
Það stefnir í að Grindvíkingar verði fjölmennir í Laugardalshöllinni um bikarhelgina í ár. Stelpurnar í meistaraflokki tryggðu sig þangað með góðum sigri á Stjörnunni og fá því tækifæri á að verja titilinn, en það eru fleiri lið frá Grindavík einnig á leið í Höllina. Stelpurnar í 10. flokki kvenna eru komnar í úrslit eftir sigur á Keflavík en þær urðu einmitt bikarmeistarar í fyrra í 9. flokki, þar sem þær sigruðu títtnefnt lið Keflavíkur í úrslitum. Lið unglingaflokks karla er einnig komið í úrslit en þeir sigruðu Stjörnuna í Ásgarði, 69-84. Þá eiga stelpurnar í 9. flokki leik í kvöld í Mustad höllinni í Grindavík kl. 20:00 þar sem þær mæta Keflavík í undanúrslitaleik. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja sínar stúlkur til sigurs. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagFrábær árangur hjá sundfólki ÍRB á bikarmóti SSÍMarkamaskínur Njarðvíkur mæta til Keflavíkur í bikarnumBoltinn rúllar um helgina – Hér eru leikir SuðurnesjaliðannaKanalaus nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöldAllir leikirnir í bikarúrslitunum í beinni útsendinguKeflavík áfram en oddaleikur í GrindavíkGrindavík í átta liða úrslit LengjubikarsinsPoweradebikarinn: Miserfiðir leikir framundan hjá SuðurnesjaliðunumSveindís yfirgefur Keflavík