sudurnes.net
Grindavík jafnaði í uppbótartíma - Enn í öðru sæti deildarinnar - Local Sudurnes
Grindvíkingar og Huginn skildu jöfn á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum, sem frestaðist um rúma klukkustund vegna bilunar í fluggkerfi á Reykjavíkurflugvelli. Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Grindavík eftir um stundarfjórðungs leik en gestirnir frá Seyðisfirði voru fljótir að jafna leikinn, eftir umdeilda aukaspyrnu á 25. mínútu. Þeir komust svo yfir á 32. mínútu, með glæsilegu marki sem Kristijan Jajalo átti ekki möguleika á að verja. Grindvíkingar sóttu án afláts í síðari hálfleik og áttu fjölda færa. Stórsóknin skilaði þó ekki marki fyrr en á 3. mínútu uppbótartíma þegar Alexander Veigar Þórarinsson skallaði knöttinn í netið og jafnaði leikinn. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar eftir jafnteflið, fjórum stigum á eftir toppliði KA. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík tapaði á Dalvík – Tryggvi með mark í fyrsta leikStórt tap hjá Grindavík í GarðabæReynir vann KFS í markaleikMarkamaskína yfirgefur Sandgerðinga – Jóhann Magni fer í KFSU17 landsliðið vann UEFA-mót í Finn­landi – Ísak Óli með sigurmarkiðGrindavík í toppbaráttu – Lögðu KR í Vesturbænum í kvöldNjarðvík deildarmeistari – Stórt tap hjá VíðiVíðismenn enn taplausir í þriðju deildinniDýrmæt stig í súginn hjá NjarðvíkingumSigurbergur áfram hjá Keflavík – Stefnan sett á Pepsí-deildarsæti