Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Haukum

Grindavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu lið Hauka í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins með tveggja stiga mun, 65-63 eftir æsispennandi lokasekúndur.

Grindavík byrjaði betur og var 18-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en slökuðu aðeins á í öðrum leikhluta og Haukastúlkur komust yfir, staðan 39-33 í hálfleik.

Grindvíkingar náðu aftur undirtökunum í þriðja leikhluta sem þær unnu með fimm stiga mun, 18-13 og því ljóst að lokaleikhlutinn yrði æsispennandi. Whitney Mitchelle Frazier kom Grindavík í 65-63 með tveimur vítaskotum á lokasekúndunum og Haukar fengu tvö tækifæri til að jafna, þriggja stiga skot frá Pálínu Gunnlaugsdóttur geigaði, Haukar náðu frákastinu og síðasta skoti leiksins sem geigaði einnig, lokatölur 65-63.

Grindavíkurstúlkur eru því komnar áfram í undanúrslitin ásamt Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli.