sudurnes.net
Grindavík getur komist á toppinn: "Sýnum í beinni hvernig Stinningskaldi virkar á okkar besta degi!!" - Local Sudurnes
Grindavík mætir Breiðabliki í Pepsí-deildinni í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Með sigri getur Grindavík komist í toppsæti deildarinnar. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga biðlar til stuðningsmanna liðsins að mæta á leikinn í kvöld, þrátt fyrir að hann verði sýndur í beinni útsendingu, í aðsendri grein á Grindavík.net. “Stinningskaldi er með 16 manna rútu á leikinn á morgun sem er nú þegar hálffull. Ég ætla að fara með rútunni á leikinn og setja upp töflufund fyrir þá sem fara með. Leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu en ég kalla eftir því að fólkið okkar mæti á völlinn. Ég sé það fyrir mér að á Kópavogsvelli sýnum við í beinni hvernig Stinningskaldi virkar á okkar besta degi !!” Segir Óli Stefán meðal annars í greininni, sem finna má í heild sinni hér. Meira frá SuðurnesjumKeflavík áfram en oddaleikur í GrindavíkB-lið Njarðvíkur fær Keflavík í heimsókn í Powerade-bikarnumElvar Már með stórleik – Sjáðu sturlaðar stoðsendingar og magnaðar körfur!Grindavíkurbær gerir samstarfssamning við NESMarkamaskína til KeflavíkurÞað vantar ekkert Malt í Njarðvíkurstúlkur – Komnar í gírinn fyrir bikarleik gegn GrindavíkElvar Már íþróttamaður ársins hjá Barry háskólaLandsleikur á Vogabæjarvelli – Búast við fótboltastjörnum í hóp áhorfendaLíklegt að Elvar gangi til liðs við NjarðvíkingaÆgir kíkir í heimsókn til [...]