Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlega mikilvægur grannaslagur í Garði á laugardag

Víðismenn taka á móti Njarðvíkingum í 20. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Víðismenn eru í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum á eftir Magna sem er í öðru sæti, á meðan Njarðvíkingar sitja á toppnum með 41 stig.

Leikurinn á laugardag er því afar mikilvægur fyrir bæði lið, en með sigri geta Njarðvíkingar svo til tryggt sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta tímabili, en landi Víðismenn stigunum þremur eiga þeir sömuleiðis möguleika á að fara upp um deild.

Liðin hafa leikið tvo leiki í sumar, úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins og einn í deildinni og höfðu Víðismenn sigur í báðum leikjum sem voru stórskemmtilegir á að horfa.