sudurnes.net
Grannaslagur í Inkasso-deildinni - Keflvíkingar skelltu í myndband! - Local Sudurnes
Grindvíkingar taka á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum annað kvöld. Um sannkallaðan toppslag er að ræða, en þrjú stig skilja liðin að í 2. og 3. sæti Inkasso-deildarinnar, Grindvíkingar hafa 28 stig á meðan Keflvíkingar hafa 25. Leikmenn beggja liða hafa verið á skotskónum í sumar, Grindvíkingar hafa skorað mest allra liða í deildarkeppnum það sem af er sumri, ef undan er talin fjórða deild, eða 36 mörk í 14 leikjum, Keflvíkingar hafa skorað næst mest allra liða í Inkasso-deildinni það sem af er keppninni eða 24 mörk. Bæði lið stefna að því að leika í Pepsí-deildinni að ári og er því um afar þýðingarmikinn leik að ræða og ljóst að allt verður lagt í sölurnar í Grindavík annað kvöld. Keflvíkingar skelltu í flott myndband í tilefni af leiknum, en það má sjá hér fyrir neðan. Meira frá SuðurnesjumMikilvægir sigrar hjá Suðurnesjaliðunum í Inkasso-deildinniGrindavíkurliðin hafa skorað mest allra í deildarkeppnum í sumarFáir mæta á heimaleiki Keflavíkur – Tekjutapið hleypur á milljónum krónaGrannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudagFátt um fína drætti þegar Keflavík tapaði fyrir StjörnunniÞróttarar lögðu KR-inga í Coca-Cola bikarnumSuðurnesjaliðunum spáð slæmu gengi í Dominos-deildinniInkasso-deildin hefst í dag – Suðurnesjaliðunum spáð ólíku gengi15 ára Keflvíkurmær markahæst á FaxaflóamótinuSuðurnesjaliðin áfram [...]