Nýjast á Local Suðurnes

Góður árangur Suðurnesjamanna í akstursíþróttum um helgina – Myndir!

Suðurnesjamenn stóðu fyrir sínu í akstursíþróttum um helgina, en þá fóru fram keppnir í rallýcross og 1/8 mílu á aksursíróttasvæðinu við Hafnarfjörð. Það má sega að keppendur frá Suðurnesjum hafi einokað verðlaunapallana að þessu sinni en Suðurnesjamenn komust á pall í öllum flokkum nema einum.

Jón Hrólfsson sigraði í opnum flokki og Ragnar B. Gröndal í 2000 flokki í rallycrossi. Brynhildur og Eiríkur Kristjánsbörn lentu í þriðja sæti, Brynhildur í unglingaflokki en Eiríkur í 2000 flokki. Þá  lenti Ágúst Aðalbjörnsson í þriðja sæti í opnum flokki.

Á kvartmílubrautinni við Hafnarfjörð var keppt í 1/8 mílu og voru tveir Suðurnesjamenn í verðlaunasætum, Birgir Kristinsson vann Mótorhjólaflokkinn og Ingi Björn Sigurðsson var í 2 sæti í Íslandsmóti Götuspyrnu Mótorhjóla.

rally3

rally2

rally1

rally4

rally5

rally6

rally7

rally8

rally9