sudurnes.net
Góðir gestir í heimsókn í Körfuboltaskóla UMFN - Myndir! - Local Sudurnes
Athyglin var í topp lagi þrátt fyrir að það hafi verið mikið fjör í íþróttahúsi Akurskóla, þegar stærstu stjörnurnar í íslenska körfuboltanum litu í heimsókn á lokadegi körfuboltaskóla UMFN á fimmtudag. Þau Haukur Helgi Pálsson og Carmen Tyson-Thomas, leikmenn Njarðvíkur og Elvar Már Friðriksson leikmaður Barry háskóla í Bandaríkjunum litu í heimsókn og fóru yfir nokkur atriði sem skipta máli ætli menn sér að ná langt í íþróttinni. Njarðvíkingar hafa staðið fyrir körfuboltanámskeiðum sem þessum yfir sumartímann undanfarin ár og hafa nær undantekningarlaust færri komist að en vilja, skráning er hafin á síðasta námskeið sumarsins sem hefst þann 11. júlí næstkomandi og er hægt að hafa samband við Kkd. Njarðvíkur varðandi skráningu á námskeiðið. Meira frá SuðurnesjumNíu Suðurnesjamenn valdir í æfingahóp körfuknattleikslandsliðsinsSpecial Olympicsfarar fengu flottar móttökur í LeifsstöðTyson-Thomas öll að koma til – “Verður vonandi leikfær í næsta leik”Tyson-Thomas áfram í Njarðvík – Skoraði 36 stig að meðaltali í leikGrindavík lagði Njarðvík í Maltbikarnum – Tyson-Thomas meiddist og fór af velliElvar Már lykilmaður í sögulegum sigri Barry háskólansÞessi maður bað um aðstoð á veraldarvefnum – Hann hefði betur sleppt því!Marínó Axel hetja Grindavíkur sem tyllti sér á topp Pepsí-deildarinnarMagnaður árangur Söru – Heimsleikarnir í myndumGlæsilegar stoðsendingar og körfur Elvars Más [...]