sudurnes.net
Gefumst ekki upp þó á móti blási - Keflavík fær FH í heimsókn - Local Sudurnes
Það verður barist til síðasta blóðdropa þegar FH-ingar mæta á Nettó-völlinn kl. 19 í kvöld. Það er ljóst að bæði lið hungrar í stigin þrjú sem í boði eru þó staða þeirra sé ólík, Keflvíkingar sitja sem kunnugt er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 5 stig og 19 mörk í mínus en FH-ingar eru í baráttu um efsta sætið. Keflvíkingar tefla fram tveimur nýjum leikmönnum í kvöld, miðjumanninum Paul Bignot sem kom frá Grimsby og sóknarmanninum Martin Hummervoll sem kom til Keflavíkur sem lánsmaður frá Viking í Noregi, báðir hafa fengið leikheimild fyrir leikinn í kvöld. Auk þeirra gengu varnarmaðurinn Farid Zato og Sóknarmaðurinn Chukwudi “Chuck” Chijindu til liðs við Keflavík nýlega, þannig að það er töluvert breytt Keflavíkurlið sem tekst á við seinni hluta mótsins. Paul Bignot er 29 ára enskur varnarsinnaður miðjumaður sem mun leika með Keflavík út tímabilið FH-ingar verið sterkari undanfarin ár Það þarf engann að undra að FH-ingar hafi oftar farið með sigur af hólmi þegar liðin hafa mæst undanfarið, enda liðið verið viðloðandi topp deildarinnar síðustu ár. Liðin hafa mæst 15 sinnum í öllum keppnum síðastliðin 5 ár og hafa Hafnfirðingar farið með sigur af hólmi í 10 skipti, tvisvar hafa liðin gert jafntefli [...]