sudurnes.net
Gamalt og gott: Reykjavíkurstórveldi gerði grín að hrepparíg á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Veraldarvefurinn er ólíkindatól, en yfirleitt hin mesta skemmtun og þá sérstaklega þegar gömul og góð myndbönd skjóta upp kollinum. Framherjar eru, eins og nafnið gefur mögulega til kynna stuðningsmannaklúbbur hins fornfræga knattspyrnustórveldis Fram, og þar á bæ hafa menn haldið úti stórskemmtilegri Youtube-rás undanfarin ár þar sem finna má afar skemmtileg myndbönd, hvar gert er óspart grín að andstæðingum þeirra bláklæddu, í bland við skemmtileg viðtöl. Eitt af myndböndum Framherja er afar skemmtilegt og fjallar um “hrepparíg” Njarðvíkinga og Keflvíkinga, myndbandið sem finna má hér fyrir neðan er gert árið 2010, af óljósu tilefni, en skemmtilegt er það. Keflvíkingar og Framarar leika í sömu deild í knattspyrnunni þetta tímabilið og etja kappi þann 12. júní næstkomandi á Nettó-vellinum í Keflavík. Það verður fróðlegt að sjá hvort Framherjar skelli í eitt stykki myndband fyrir þann leik. Meira frá SuðurnesjumGarðar “IceRedneck” sér um leikmannakynningu í LjónagryfjuElvar Már og félagar í 32-liða úrslit NCAA – Hefja leik þann 11. marsNjarðvíkingar töpuðu í MjóddEvrópumót í glímu og öldungamót blaki haldin í ReykjanesbæNjarðvík með tvo erlenda leikmenn í vetur – Stefan Bonneau klár í slaginnSigurður hættir með KeflavíkJafntefli hjá Njarðvík í markaleikKeflvíkingar endurnýja ekki samning við HillKeflvíkingar taka á móti Stjörnunni í kvöldTelja brýnt að [...]