Nýjast á Local Suðurnes

Gamalt og gott: Ósáttir Njarðvíkingar létu dómara fá það óþvegið – Myndband!

Ólafur Jóhannsson átti þessa líka fínu flautukörfu þegar ríkjandi Íslandsmeistarar frá Njarðvík töpuðu með næstminnsta mun gegn Grindvíkingum árið 1987, 94-92. Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir við þessa annars glæsilegu körfu og létu dómara leiksins finna vel fyrir sér auk þess sem drengirnir við ritaraborðið fengu það óþvegið.

Þetta myndband hefur verið á hraðri siglingu um netheima, eftir að það birtist á vefsíðunni Fúsíjama, sem er fjölmiðlaangi gleðigjafanna í Fúsíjama Group, en þeir reka einnig köruboltastórveldið Fúsíjama BCI. Fyrir þá örfáu sem ekki vita þá hafa Fúsíjama Group og öll undirfélög þess höfuðstöðvar sínar í hjarta Vestfjarða, Hnífsdal.